Hvað er best að gera eða nota við líkþorn undir tábergi?
Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Líkþorn geta verið þrálát og erfið að eiga við og ef þau eru undir tábergi geta þau líka valdið verkjum vegna staðsetningarinnar, því það er auðvitað stöðugt álag á tábergið.
Það er líka erfitt að ná þeim burtu sjálfur vegna staðsetningarinnar.
Fótaaðgerðarfræðingar hafa góð tæki og tól til að vinna á líkþornum og mæli ég með að þú fáir þér tíma.
Stundum þarf nokkra tíma til að ná líkþorninu alveg í burtu og þau hafa líka tilhneigingu til að koma aftur.
Sumir fara því reglulega til fótaaðgerðarfræðings.
Á meðan þú ert með líkþornið geturðu notað sérstaka púða undir tábergið til að draga úr sársaukanum þegar þú gengur.
Þessa púða er hægt að kaupa víða, td í apótekum, Eirbergi og hjá mörgum fótaaðgerðarfræðingum.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur