Spurning:
Ég er 21 árs kona og á 22 mánaða gamla dóttur sem hefur undanfarna nokkra daga svitnað mjög mikið. Hún svitnar rosalega mikið á höfðinu og enninu, þetta stafar ekki af hita sem er inni því hún svitnar þó að það sé svalt inni. Hún er ekki búin að vera með hita. Hvað gæti þetta verið?
Svar:
Algengt er að ung börn svitni mikið án þess að þau séu veik. Þetta stafar af því að stjórnun líkamshita hjá börnum er sveiflukenndar en hjá fullorðnum. Hiti hjá hraustum börnum getur auðveldlega sveiflast frá 38 (mælt með mæli í endaþarmi) niður fyri 37. Þegar hitinn lækkar þá svitna börnin. Ef barnið er hraust að öðru leyti þá er mjög ólíklegt að eitthvað sé að.
Kveðja
Þórólfur Guðnason