Ljósleitar hægðir

Fyrirspurn:

Mig vantar svo upplýsingar um ástæðu fyrir mjög ljósleitum hægðum (nánast hvítar) hjá 18 mánaða barni sem byrjaði að vera veik 7 dögum síðan þá kastaði hún mjög mikið upp með tveggja daga millibili og eftir það hafa hægðirnar verið hvítar og barnið mjög fölt og lystarlaust. Hefur miklar hægðir mörgum sinnum á dag en er samt mjög lystalaus.

Fyrirfram þökk

Svar: 

Sæl,

Eðlilegt er að láta lækni kíkja á barnið undir þessum kringumstæðum, sérstaklega ef barn á þessum aldri er lystarlaust án skýrrar ástæðu. Litabreytingar á hægðum geta verið af mörgum ástæðum, ef þær eru tiltölulega litlausar eða hvítar eins og er lýst, getur orsökin verið sýking sem er oftast nær af vírustoga, þá er einnig hugsanlegt að um sé að ræða vandamál tengd gallvegum. Erfitt er að gefa greinargott mat nema sjá sjúklinginn og skoða hann og þá einnig hægðirnar ef þær eru verulega óeðlilegar.

Með bestu kveðju,

Teitur Guðmundsson, MD