er það almennt álit heilbrigðisstarfsmanna að lungnabólga herði mann bara og sé skaðlaus ?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Þegar lungnabólga er greind sem bakteríusýking eru gefin sýklalyf við því.
Þegar fólk er með greinda lungnabólgu eru gefin sýklalyf til þess að hjálpa líkamanum að vinna á sýkingunni. Lungabólga er alls ekki skaðlaus og ætti að meðhöndla strax.
Hinsvegar ef að þú ert með veirusýkingu sem að tengist oftast kvefi eða flensu, og er þá mögulega komin í neðri öndunarfæri, s.s. lungun eða berkjur, þá er meðferðin ekki sýklalyf því þau virka ekki við veirusýkingum.
Ef þú ert með veirusýkingu er best að fá næga hvíld, drekka vel og stundum þarf að nota púst. Veirusýkingin ætti að lagast að sjálfu sér.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.