lungnabólga

Góðan dag, er búin að ver með hósta og nefrennsli í þjrár vikur. Er með undirliggjandi astma. Höfuðverkur, flökurt, hjartslátt, og ónót um mig alla.
(beinverkir) en er hitalaust eða með 36,2 til 36,5, Orðin freka þreytt þessu

Gæti þetta verið köld lungnabólg ?
Hvað á ég að gera til að lostna við þessi óþægini. ?

Með fyrirfram þökk.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Venjulega byrjar hósti og nefrennsli sem veirusýking. En ef einkennin dragast á langinn svona eins og hjá þér í þrjár vikur gæti verið að þú hafir fengið bateríusýkingu í öndunarveginn ofaní kvefpestina.

Astminn þinn gæti gert þér erfiðara fyrir að losna við þetta.

Ég hvet þig eindregið til að fara til læknis og fá lungnahlustun, læknir myndi undireins heyra hvort um berkju eða lungnabólgu sé að ræða.

Gangi þér vel,

 

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur