lungnaþemba

Góðan daginn , ég er nýlega greynd með lungnaþembu og spurningir er hefur kalt eða heitt andrúmsloft áhrif , t.d. þegar mikið er verið úti í frosti og roki ?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

 

Kalt og heitt andrúmsloft getur haft áhrif á lungnaþemu og gert einkennin verri. Rannsóknir hafa sýnt að ef hitinn úti fer undir frostmark þá geta einkennin orðið verri og einnig ef loftið er þurrt eins og verður oft hjá okkur á veturna. Vindur getur einnig haft slæm áhrif. Ráð sem geta dregið úr einkennum eru t.d. að klæða sig betur og hafa slæðu eða buff yfir munn og nef, anda inn um nefið í staðinn fyrir munninn, hreyfa sig innan dyra, forðast staði sem gefa frá sér reyk t.d. arinn og ekki reykja.

 

Gangi þér vel

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur