Lyf.

Það var ávísað á mig lyfinu Baclofen við spasma en ég er að taka Amitrypiline við svefntruflunum og það má ekki taka þau saman.Hvað gerist ef ég tek bæði þessi lyf?og er til eitthvað annnað gott lyf við spasma?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sum lyf geta haft áhrif á verkun annarra lyfja og þetta getur stundum valdið alvarlegum aukaverkunum. Því er nauðsynlegt að láta lækninn sinn vita af öllum þeim lyfjum sem maður tekur þegar hann ávísar á mann nýjum lyfjum. Skynsamlegast væri að heyra í þínum lækni og þið finnið í sameiningu lyf sem hentar þér best við spösmum.

Gangi þér vel

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur