Lyf sem draga úr kynlöngun?

Spurning:
 Eru til lyf sem draga úr kynlöngun hjá karlmönnum?

 

Svar:

Já, það eru til tvær tegundir lyfja eða lyfjaflokka sem geta dregið úr kynlöngun karla og stundum notuð í þeim tilgangi. Fyrst má nefna lyf sem hindra upptöku taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Seinni lyfjaflokkurinn eru lyf sem draga úr framleiðslu og virkni testosterón kynhormóns í líkamanum. Þar fyrir utan eru svo til aragrúi lyfja sem geta dregið úr kynferðislegum áhuga hjá karlkyninu svo sem sumar tegundir geðlyfja. Mikilvægt er að muna að þótt sum geðlyf geti haft þessi áhrif eru ótal aðrir þættir sem hafa áhrif á birtingu kynlöngunar svo það er oft erfitt að meta hvort lyfið hafi þessi áhrif eða eitthvað annað. Vímuefni geta líka breytt kynlöngun í þá veru að hún minnkar. Ofdrykkjumenn þekkja að mikil áfengisnotkun getur dregið úr kynlöngun.

 

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur