Fyrstu einkenni sykursýki geta hæglega farið framhjá þeim sem eru að þróa með sér sjúkdóminn. Þróun insúlínóháðrar sykursýki getur átt sér á sér langan aðdraganda og fólk getur verið einkennalaust eða einkennalítið jafnvel í mörg ár.
Þau sem eru í aukinni áhættu að þróa með sér sykursýki:
- eiga ættingja með sykursýki
- hafa fengið sykursýki á meðgöngu
- eru of þung
- hafa of háan blóðþrýsting
- þjást af æðakölkun (t.d.kransæðastíflu)
- hafa of háar blóðfitur
Helstu einkenni við hækkun á blóðsykri:
- Tíð og aukin þvaglát
- Þorsti, þrátt fyrir að drekka vel
- Þreyta og slappleiki
- Sinadráttur, kláði, náladofi í fingrum
- þrálátar sýkingar í húð
Regluleg hreyfing er árangursríkasti þátturinn í að bæta virkni insúlíns og blóðsykursstjórnun. Mikilvægt að finna hreyfingu sem hentar og stunda hana reglulega. Gönguferðir, hjólareiðar, sund og róður eru dæmi um góða hreyfingu fyrir sykursjúka. Gott er að miða við 30 mínútur á dag, flesta daga.
Einnig er mikilvægt fyrir sykursjúka að:
- Taka lyfin sín alla daga
- Borða meira af grænmeti og ávöxtum og minna af feitmeti
- Takmarka saltneyslu
- Hreyfa sig reglulega
- Halda sér í kjörþyngd
- Forðast áfengisneyslu
Fólk með sykursýki getur lært að stjórna meðferðinni sjálft og lifað fullkomlega eðlilegu lífi. Því er mikilvægt að fólk með sykursýki setji sig vel inní sjúkdóminn og taki virkan þátt í að ákveða hvernig heilsuefling og meðferð hentar því best.
Höfundur greinar
Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar