Bleikur október 

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum. 

Regluleg skimun og sjálfsskoðun brjósta eykur líkur á að mein greinist snemma, en því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist þeim mun betri eru lífshorfur. 

  

Skimun á Íslandi: 

Konur á aldrinum 40-69 ára fá boð í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti 

Konur á aldrinum 70-74 ára fá boð í brjóstamyndatöku á þriggja ára fresti 

Mikilvægt er að konur panti sér tíma í skimun þegar þær fá boðun. Skimun fer fram á Brjóstamiðstöð Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun bjóða upp á skimun 1x á ári. 

Sjálfsskoðun brjósta: 

Ráðlagt er að skoða og þreifa brjóstin mánaðarlega, ef kona er með reglulegan tíðahring er gott að þreifa brjóstin nokkrum dögum eftir að blæðingum líkur. 

Helstu einkenni: 

  • Hnútur eða fyrirferð í brjósti, á bringu eða í handarkrika 
  • Breyting á geirvörtu, td að hún hafi dregist inn 
  • Útferð úr geirvörtu, blóðug eða glær 
  • Breytingar á geirvörtu eða kringum hana, td. exem einkenni eða sár sem grær ekki 
  • Breyting á húð brjósta td ójöfn húð, roði, hiti, bólga eða litabreyting í húð 
  • Breyting á stærð eða lögun brjósta 

Ef einkenni eru til staðar er fyrsta skref að leita til heimilislæknis eða hafa samband við sína heilsugæslu. Þó einkenni séu til staðar þýðir það ekki að um krabbamein sé að ræða en mikilvægt að hafa samband við lækni til að skoða nánar. 

Höfundur greinar