Lyf til að léttast?

Spurning:

Sæll.

Ég er alltof þung (110 kg) og ég hef reynt mikið en án árangurs að megra mig. Ég er í leikfimi en á erfitt með að halda í við mig í mat.

Er til eitthvað lyf sem ég get beðið lækninn minn um til að hjálpa mér að léttast?

Ég er ekki að biðja um neina töfralausn bara aðstoð.

Með þökk.

Svar:

Sæl,

Ef megrunarkúrar í samráði við lækni hafa ekki borið árangur getur læknir ávísað á lyf gegn offitu. Ef þú hefur prófaðýmsar leiðir til að megrast án árangurs þá gætu slík lyf vel komið til greina. Ennfremur eru til ýmis náttúrulyf sem hjálpað hafa sumum s.s. lyf sem innihalda, króm og hýdroxýcítricsýru og fleiri. Þú getur fengið nánari upplýsingar í lyfjaverslunum varðandi slík lyf.

Kær kveðja,
Torfi Rafn Halldórsson,
lyfjafræðingur