Lyfið Oropram

Mig langar að við hverju lyfið
Oropram er gefið, takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Oropram er geðdeyfðarlyf og tilheyrir flokki nýrra geðdeyfðarlyfja. Það á að bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matalyst og auka áhuga á daglegu lífi. Nýrri lyf eins og oropram hafa eki eins róandi verkun og þau gömlu og eru laus við margar alvarlegar aukaverkanir eldri lyfjanna.

Virka efnið í oropram, cítalópram, er aðallega notað við geðdeyfð en getur einnig haft áhrif á ofsahræðslu.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.