Er allt í gulu á þínum vinnustað?

Nú hefst gulur sepember í annað sinn með slagorðinu “er allt í gulu”. Markmiðið er að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna – sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Guli dagurinn verður svo 10. September.  

Í ár verður lögð áhersla á að fara yfir bjargráð sem við getum sjálf notað til þess að viðhalda góðri líðan eða ná jafnvægi í líðan. 

Fimm leiðir að velliðan: 

Myndum tengsl  

Hreyfum okkur/verum virk  

Tökum eftir  

Höldum áfram að læra  

Gefum af okkur 

Er allt í gulu? 

Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.  

Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/vini/vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.  

Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum. 

Það er hjálp að fá:  

  • Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is (opið alla daga frá 8-22) 
  • Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is (opið allan sólarhringinn) 
  • Píetasíminn 552 2218 (opið allan sólahringinn) Sjá nánar á sjalfsvig.is a.  

Frekari upplysingar: 

https://island.is/forvarnir-sjalfsviga/gulur  

https://sjalfsvig.is/  

Höfundur greinar