Lyfið Hexanurat?

Spurning:
Ég var að fá nýtt lyf, Hexanurat 100 mg við þvagsýrugigt, er það ekki á skrá hjá ykkur, eldra lyfið Apurin er dottið út. Gæti ég fengið upplýsingar um þetta lyf.

Svar:
Ég geri ráð fyrir að um sé að ræða lyfið Hexanurat frá Sandoz. Því er til að svara að þetta lyf inniheldur allópúrínól 100 mg, rétt eins og Apurin. Þetta er því sambærilegt lyf og eiga því allar upplýsingar um lyfið Apurin einnig við um Hexanurat.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur