Lykkjan og höfuðverkur

Fyrirspurn:

Góðan dag.

Ég er að velta fyrir mér einu sem veldur mér miklum áhyggjum og það er að þegar ég er að nálgast fullnægingu þá byrja ég að fá höfuðverk sem verður svo sár þegar ég fæ fullnæginguna sjálfa þá fer ég stundum að gráta ur sársauka og er eg nú ekki aum af mér.
Nú langar mig að vita hvort það getur verið eitthvað tengt ´því að ég er nybuin að fá mer hormónalykkjuna og þetta byrjaði rétt eftir það?? og svo hef ég undanfarið verið með mjög hraðan púls eða 110  slög í hvíld en þrýstingurinn er ekki hár samt sem áður…. getur annað af þessu orsakað þennan hræðilega höfuðverk??
Þetta er mjög mikið vandamál hjá mer og ég er mjög leið yfir þessu….
kv Inga

Aldur:
26 ára

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Höfuðverkur er ein af skráðum aukaverkunum hormónalykkjunnar.
Aukaverkanir eru algengari fyrstu mánuðina eftir uppsetningu en hjaðna við langtíma notkun.

Höfuðverkur gæti líka t.d. orsakast af of háum blóðþrýstingi og því full ástæða að fylgja því eftir (ein stök mæling er ekki nóg). Ég tel að læknir ætti að meta hann svo og púls.

Oft er höfuðverkur samfara vöðvabólgu í hálsi og herðum og getur fylgt því leiðsluverkur uppí höfuð.

Ég tel fulla ástæða til þess að þú ræðir við þinn lækni (heimilislækni eða kvensjúkdómalækni) svo lausn finnist á þínum vandamálum.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is