Spurning:
Sæll.
Ég las í blaði að ef konur eru með lykkjuna (ekki hormóna) þá sé ekki
æskilegt að skipta um rekkjunaut. Ef svo er, af hverju er það?
Með kveðju.
Svar:
Sæl.
Lykkjan er getnaðarvörn, hún veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum.
Að skipta um rekkjunaut hefur í för með sér talsverð hættu á kynsjúkdómum (ekki bara hjá unglingum).
Fólk skal nota smokkinn fyrst um sinn í sambandi, svo er ráðlegt að fara í „kynsjúkdómatékk“. Ef allt reynist í lagi er óhætt að henda
smokknum og þá ætti lykkjan að reynast ágætasta getnaðarvörn.
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi