Lykt af getnaðarlim

Góðann daginn
Ég er 16 ára strákur og það er alltaf vond lykt af typpinu mínu. Ég hef aldrei stundað kynlíf. Ég hef prófað að þvo með heitu vatni á hverjum degi í meira en viku en lyktin fer samt ekki. Þetta byrjaði sem lyktarlaust smegma undir forhúð og svo byrjaði lyktin að aukast. Þessi lykt er búin að vera allt of lengi og ég þarf að fá eitthverja lausn við þessu.
Takk

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega halda áfram að þvo vel undir forhúðinni daglega þegar þú ferð í sturtu en ekki nota sápu eða krem, það getur þurrkað húðina upp og þú situr eftir með verra vandamál.

Ef lyktin lagast ekki skaltu ráðfæra þig við lækni til þess að útiloka að um sveppasýkingu geti verið að ræða

Gagni þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur