Lýsi á meðgöngu?

Spurning:
Er í lagi að taka lýsi á meðgöngu? Ljósmóðir mín hér í Finnlandi mælti á móti því að ég taki lýsi vegna A-vítamíninnihalds.

Svar:
Takir þú engin önnur bætiefni en lýsið er þér óhætt að taka það svo fremi að þú farir ekki yfir ráðlagðan dagskammt í heildarinntöku A vítamíns. RDS fyrir A – vítamín er 800 míkrógrömm.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir