Má nota þetta body lotion á meðgöngu?

Spurning:
Góðan dag!
Ég er að forvitnast um Karin Herzog krem sem heitir Silhouette, er ekki í lagi að nota þetta sem body lotion á meðgöngu?
Takk fyrir, einn forvitinn

Svar:

Sæll.
Ég þekki Karin Herzog vörurnar ekki af eigin raun og fór því í verslun sem selur þessar vörur til að fá upplýsingar um þetta. Í bæklingi sem fylgir vörunum stendur að Silhouette kremið eigi að fyrirbyggja slit á meðgöngu og draga úr sliti sem komið er þannig að ég mundi halda að það væri í góðu lagi að nota það. Einnig var mér bent á krem sem er nýkomið á markaðinn og heitir Pregnacare og er sérstaklega ætlað á meðgöngu til að fyrirbyggja slit og halda húðinni mjúkri.
Gangi ykkur vel, 

Kveðja,

Sigrún Konráðsdóttir, snyrtifræðingur