Spurning:
Getið
þið frætt mig á því hvort það sé í lagi að taka Zyban við
reykingum, og taka jafnframt Fontex við þunglyndi.
Svar:
Það er í lagi en
ein væg milliverkun getur orðið. Bælandi áhrif á miðtaugakerfið
og öndunarfæri leggjast saman, þ.e. bæði lyfin hafa þessi áhrif.
Stundum getur þessi samlagning verið þannig að útkoman verður
meiri en búist var við (t.d. 2+2=5, ekki 4). Það að gefa lyfin
saman gefur smá extra áhrif. Það skal tekið fram að þessi
milliverkun er væg.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur