Magakveisa

Ég hef haft svo mikla magaverki s l.manuð. Ýmist harðlífi eða niðurgangur. Eymsli vinstra megin í kviðnum og finnst eins og mer sé flökurt þegar mesti verkurinn er.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ýmsar ástæður sem geta orsakað kviðverki t.d. maga- eða ristilbólgur, kvíði eða annað andlegt álag og jafnvel meltingatruflanir. Einnig getur hægðatregða valdið kviðverkjum og það gæti lýst sér eins og þú ert að tala um, ógleði og ýmist harðar hægðir eða niðurgangur. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á því að prófa laxoberal dropa sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekum og einnig getur verið gott fyrir þig að prófa microlax. Mikilvægt er að borða trefjaríka fæðu og drekka mikinn vökva. Ef þetta lagast ekki með þessu myndi ég ráðleggja þér að heyra í þínum heimilislækni.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur