Magaverkur og óþægindi í maga

Sæl/Sæll Ég var að velta fyrir mér hvort ég væri með fæðuóþol. Ég hef verið þrisvar með járnskort á einu ári. Ég fæ mjög oft verk í magan þegar ég borða. Ég fæ ógleði. Alltaf 20 – 30 mín eftir máltíð verð ég þreytt og slöpp. Hvað gæti þetta verið?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega ráðfæra þig við heilsugæslulækni með þessi einkenni. Að greinast svo oft með járnskort er ekki eðlilegt ástand og það er svo ótalmargt sem getur verið að valda því og hinum einkennunum sem þú lýsir. Fæðuóþol lýsir sér að sumu leiti með þessum einkennum en annað passar ekki. Ef þig grunar fæðuóþol þarftu að reyna að tengja það við einhvern fæðuflokkinn og prufa að taka hann út úr mataræðinu. Algengast er að byrja á að skoða mjólk og mjólkurvörur og svo glúten. Þú þarft að lesa vel á allar umbúðir og kynna þér gaumgæfilega hvort viðkomandi fæða leynist matvörunni og þú þarft að gefa þesu a.m.k. viku til 10 daga með hvern fæðuflokk fyrir sig.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur