Malformatio á vinstra nýra

Ég er að lesa gamla sjúkraskýrslu, frá 1971, þar kemur fram eftirfarandi: „… sem mun hafa leitt í ljós malformatio á vinstra nýra …“ hvað þýðir þetta?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Formation þýðir lögun, útlit eða sköpulag og forskeytið mal er neikvætt, eitthvað vantar eða er ekki eins og það á að vera.

Að öllum líkindum þýðir þetta þannig að vinstra nýrað er á einhvern hátt gallað eða ekki eins og það á að vera.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur