Mannabit

Sæl/ll.

Ég hitti strák og við vorum að kyssast og svo er hann eitthvað að fíflast og bítur mig frekar fast í hökuna. Daginn eftir vaknaði ég og hakan var eldrauð og þurr og mig klæjaði eins og ég veit ekki hvað. Vikan leið og það skánaði aðeins en ég var ennþá mjög þurr og smá rauð. Svo hitti ég hann aftir viku seinna og við vorum að kyssast og fleira og mig byrjaði að klæja aftur á fullu en núna var eins og þetta dreifðist. Ég vaknaði daginn eftir með útbrot útum allan hálsinn(hann var að kyssa hálsinn) og hakan varð 20 sinnum verri. Ég varð rauð í kringum augun eins og ég væri að fá einhver ofnæmisviðbrögð. Eins og þetta hefði dreifst um allt. Hvað getur þetta verið? Það eru liðnir nokkrir dagar síðan og ég er enn öll í útbrotum og klæjar eins og ég veit ekki hvað.

Sæl,

Ef þú ert með opið sár á hökunni er ekki gott að fá munnvatn í það, því það eru allskonar veirur og bakteríur í munninum á okkur sem getur smitast á milli og valdið sýkingu í sárinu.

Varðandi hálsinn og útbrotin er ekki auðvelt að segja hvað þetta gæti verið, ég mæli með að láta kíkja á þetta ef þú lagast ekki.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.