Meðfæddir sjúkdómar/heilkenni.

Er með 5 ára gamalt barn sem talar nánast ekkert (notar TMT).Hreyfiþroski frekar seinn. Byrjaði að ganga að verða 2ja ára. Er með skakkar tennur, mikill tannsteinn myndast ( búið að hreinsa þær tvisvar kemur jafnóðum aftur). Vitrænn þroski nokkuð góður miðað við málþroskann. Er með stuðning á leikskóla og bíður eftir greiningu hjá Greiningastöðinni. Getur verið að hún sé með meðfæddan sjúkdóm eða gallað gen ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er mjög erfitt að segja og er það bara á færi sérfræðinga sem hafa skoðað barnið að greina það.  Þessa spurning skaltu bera upp við barnalækninn sem annast barnið.

Gangi ykkur vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur