Meltingarlæknar.

Góðan daginn,

Ég er að velta fyrir mér, hvenær er ástæða til að leita til meltingarsérfræðings?

Ég hef farið reglulega til heilsugæslu vegna meltingarerfiðleika og læknarnir þar virðast ekki hafa áhyggjur af mér, tala um að ég sé með latan ristil. Þeir hafa bent mér á magnesia medic en mér finnst það ekki virka sem skildi. Ég er hins vegar orðin dauðþreytt á langvarandi magaveseni og finnst vanta að láta skoða þetta betur. Ég er líka hrædd um að ég sé orðin vön þessari vanlíðan og þekki ekki annað en að vera slöpp í maga/ristli.

Einkenni: Endurtekin hægðatregða, útþaninn magi, oft smávægis flökurleiki, stundum slím með hægðum eða svona hvít rák í kringum hægðir. Ég vakna einnig útþaninn á morgnana. Þetta er viðvarandi ástand en inn á milli finnst mér þessi einkenna aukast meira, sér í lagi tengt tíðarhring.

Mig langar að tala við meltingasérfræðing en veit ekki hvort ég eigi erindi til slíks. Hvað teljið þið ?

Aldur: 30.
Kyn: Kvk.
Borða 85% tímans hollt, hreyfi mig reglulega og er almennt mjög meltingarþenkjandi.

 

Sæl, 

 Þar sem þetta er orðið langvarandi vandamál hjá þér mæli ég með að þú pantir tíma hjá meltingasérfræðingi, sem ætti að geta gefið þér svör með viðeigandi rannsóknum. 

 Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.