Meningókokkar C í BNA?

Spurning:
Hæ ég á rúmlega 2 ára barn, er stödd í BNA og vantar að fá að vita í sambandi við menigókokka-sjúkdóminn hvað þetta heitir á ensku og hvort kanarnir bólusetja fyrir þessu líka? Því meiri upplýsingar því betra 🙂

Svar:
Sjúkdómurinn heitir meningococcal C disease. Ameríkanar bólusetja ekki gegn C sjúkdómi enda eru þeir ekki algengir þar. Þeir eru meira með B sjúkdóm en við honum er ekkert bóluefni til sem stendur. Meningókokka C bóluefni er ekki skráð í Bandaríkjunum.

Kveðja. Þórólfur Guðnason