Spurning:
Sæl Dagný.
Ég er 28 ára og er núna á 21 viku. Ég tók eftir því um helgina að ég er að pissa alveg skærgulu. Þarf ég að hafa áhyggjur og ef svo, tengist það barninu?
Í von um svar fljótlega.
Svar:
Sæl.
Því dekkra sem þvagið er, því minni vökvi er í því. Skærgult þvag bendir til þess að þú þurfir að auka vökvainntöku þína. Eins getur B-vítamín litað þvagið skærgult. Prófaðu að drekka meira af hreinu vatni og sjáðu hvort þvagið lýsist ekki. Vertu svo ekkert að hafa áhyggjur ef þú veist að þú ert að drekka nóg.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir