Methotrexate og meðganga?

Spurning:
Hallo!
Mig langaði að forvitnast um hversu lengi eftir að inntöku á metotrexati er hætt, er óhætt að hugsa um barneignir. Og hvort það skipti þá máli hversu lengi meðferðin hafi staðið og hvort einhver möguleiki sé á fóstur skaða.

Svar:
Nákvæmar upplýsingar um hversu langur tími þarf að líða frá því að Methotrexate meðferð er hætt þar til óhætt er að verða barnshafandi liggja því miður ekki á lausu. Talað er um allt frá þremur mánuðum upp í eitt ár.  Ég hvet þig því til að ræða þetta við lækninn þinn. 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur