Mig vantar upplýsingar um kynfæravörtur

Spurning:

Sæll.

Ég ætla bara að koma mér beint að efninu. Það kom í ljós í að ég
er með
kynfæravörtur við kynfæri. Fyrrverandi kærasti fór í skoðun en reyndist ekki vera með neinar.
Ég hafði verið með einum strák eftir að ég hætti með honum en það fór ekkert
lengra en
munnmök sem ég veitti honum.

Ég er að spá hvort að það hefði getað verið
hann sem smitaði mig af kynfæravörtum frá munni mínum og niður að kynfærum mínum þó svo að þau kæmu hvergi við sögu.

Ferðuðust vörtuveirurnar alla leiðina í gegnum mig? Hefðu
vörturnar ekki átt að staðnæmast í munninum á mér. Eða fær maður ekki kynfæravörtur í munninn? Ég
hef aldrei
fengið frunsu eða vörtu í munninn.

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Ef þú hafðir einungis munnmök við þennan félaga og engin snerting varð við
þín kynfæri, þá myndi ég hugsa um aðrar ástæður sýkingarinnar.
Vörturnar
fara ekki á þennan hátt úr munni og niður á kynfæri. Það er þekkt að fólk
fái vörtur eftir munnmök, jafnvel á raddböndin. Það smitast ekki með blóði
niður!
Það er oft mjög erfitt að átta sig á þvi hvenær maður smitaðist af
kynfæravörtum. Það getur liðið svo langur tími frá því að smit verður að
einkennum. Eins er möguleiki á því að fólk sé smitandi þó að það sé
einkennalaust. Það er líka þannig að það að fara í skoðun er alls ekki 100%
öruggt að maður sé ekki með kynfæravörtur, er það út af fyrr greindum
ástæðum. Klamydía greinist hins vegar alltaf ef til staðar og Herpes er
líka auðveldara að greina í blóði.

Hafðu þetta í huga með næstu bólfélögum, þú getur verið smitandi þó að þú
sért einkennalaus. Þú ert þó miklu meira smitandi ef þú hefur vörtur.
Meðferðin sem þú færð drepur vörturnar en ekki veiruna, hafðu það í huga.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi