Ég er karlmaður sem er kominn fast að fimmtugu og tók eftir því að forhúðin á limnum hafði þrengst verulega og mikil „ostmyndun“ gerði vart við sig og fer vaxandi. Heimilislæknir skrifaði upp á eitthvert sterakrem sem virkaði ekki og ostmyndunin hefur verið mikil síðan. Hvað gæti þetta verið og hvað er til ráða?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
það er illmögulegt að átta sig hvað þarna er á ferðinni. Mögulega eru þarna á ferð breytingar tengdar aldri og hormónum eða sveppasýking eða eitthvað allt annað. Ræddu endilega aftur við lækninn ef kremið virkar ekki. Jafnframt þarftu að gæta vel að því að halda svæðinu undir forhúðinni hreinu.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur