Spurning:
Sæl Dagný.
Mér líður rosalega illa og finnst ég lítið geta fert í því. Ég tók svona þunglyndispróf sem er náttla kannski ekki 100% en þar fékk ég 69 stig mér finnst allt svo ómögulegt og kærastinn minn er að gefast uppá mér. Ég er alveg hætt að nenna að stunda kynlíf alveg áhugalaus en hann aftur á móti með mikla kynhvöt. Ég hef ekkert rætt þetta við hann ég er dálítið lokuð. Áhugaleysið gæti kannski stafað af því að mér var nauðgað þegar ég var 13ára og ég hef aldrei rætt það við neinn. En ef það er eitthvað sem þú gætir hjálpað mér væru öll ráð þegin. Kveðja, litla písl
Svar:
Þunglyndi er nú ekki mitt sérsvið en ég tel að fyrsta skrefið sem þú ættir að taka væri að segja kærastanum frá því hvað þér líður illa og ræða síðan við annað hvort heimilislækninn þinn eða hjúkrunarfræðing og lækni á göngudeild geðdeildar LSH. Ef kærastinn þinn er almennilegur þá tekur hann með þér á þessu og styrkir þig í batanum. Gott samlíf byggir á mörgu fleiru en kynlífi og forsenda góðs kynlífs er að báðum aðilum líði vel og séu sáttir.
Þú getur þess ekki hvort þú sért á meðgöngu eða nýbúin að eignast barn en það ástand getur hleypt af stað þunglyndi og mjög algengt að konur missi áhugann á kynlífi tímabundið á meðgöngu og þó sérstaklega eftir fæðingu.
Talaðu við kærastann og hittu svo lækni eða geðhjúkrunarfræðing.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir