Hvað getur verið að. Ég fæ mikinn kuldahroll af og til. Andlit kalt og hendur kaldar og hálf bláar þó ég sit inni í hlýjunni. Búin að vera svona í þrjá daga. Það er eins og lítið bloðstreymi sé í hendur. Svo góð á milli.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Ástæður kuldahrolls án hita geta verið nokkrar. Til dæmis vannæring, blóðsykurfall, aukaverkun einstakra lyfja, stress eða andlegt álag. Það getur líka verið ástæða til að athuga starfsemi skjaldkirtils til að útiloka vanvirkni. Ef einkenni hverfa ekki á næstunni mæli ég með að þú hittir þinn heimilislækni til að fara yfir málið.
Gangi þér vel,
Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur