Hvað er í hægri síðu, sem veldur afar sárum verkjum, gallblaðran var tekið fyrir mörgum árum.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er útilokað að segja til um hvað hér getur verið á ferðinni. Það eru ýmis líffæri sem geta verið að valda þér óþægindum eins og nýrun eða botnlanginn. Eins geta þetta verið verkir frá vöðvunum eða eitthvað allt annað sem leiðir verkinn á þennan hátt.
Þú skalt endilega frá skoðun og mat hjá lækni til þess að komast að því hvað hér er á ferðinni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur