Nú er ég búin að vera á pillunni í 5 mánuði og aldrei gleymt að taka hana (diane mite). Ég á tvær töflur eftir á þessu spjaldi og það kom pínu blóð, sem hefur aldrei gerst áður en ég klára spjaldið.
Er meiri hætta á að verða ólétt? Á ég að nota smokk þegar það koma svona milli blæðingar eða er ég alveg jafn örugg þegar þetta gerist?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það geta alveg komið smá milliblæðingar þegar pillan er tekin í langan tíma samfleytt en misjafnt eftir einstaklingum. Líði meira en 36 klst á milli inntöku taflna er getnaðarvörnin ekki lengur örugg og þarf þá að nota aðra getnaðarvörn samtímis töflunum næstu 7 daga. Þegar kona er á blæðingum er ekki egglos í gangi og kona því ekki frjó en það á kannski ekki vði þegar um milli blæðingar er að ræða. Það þarf kannski líka að horfa í það hvar á spjaldinu þú ert stödd og svoleiðis. Endilega ræddu þetta við þann lækni sem ávísaði lyfinu og sjáðu hvað hann segir.
Gangi þér vel
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.