Milliblæðingar

Fyrirspurn:

Sæl,
Ég er farin að hafa smá áhyggjur vegna þess að ég á eina viku eftir af pilluskamtinum mínum og núna í dag og á föstudaginn síðasta komu smá blæðingar. Þetta er fjórða pillutegundin sem ég prófa þar sem allar hinar hafa valdið einhverjum óþægindum. Ég hef lent í smá milliblæðingum áður á þessari pillu en ekki svona, ekki tvisvar í sama mánuði og með svona stuttu millibili. Getur þetta verið eitthvað annað en það að þessi pilla henti mér heldur ekki?
Ég er farin að hafa smá áhyggjur, eru ekki mjög litlar líkur á því að verða óléttur á pillunni, þó að maður gleymi kannski einni pillu?

Aldur:
21 ár

Kyn:
Kvenmaður 

Svar:

Sæl,

Svona milliblæðingar benda oftast til þess að pillan henti þér ekki, sé ekki nóg sterk – því miður.
Það getur þá líka fylgt að hún sé ekki 100% örugg.
Hafðu endilega samband við kvensjúkdómalækni og farðu yfir þetta með honum fyrst þú ert að lenda ítrekað í þessu.

Kveðja,
Kristín Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir