Minnka Tourette einkenni með aldrinum?

Spurning:
Minnka Tourette einkenni með aldrinum eða ágerast þau? Eru þau mismikil hjá einstaklingum? Á hvaða tímapunkti eru þau í hámarki, er mökuleiki að þau hætti, eða versna þau bara?

Svar:
Sagt er að Tourette endist ævilangt. Varðandi börn, þá er algengt að einkenni komi fyrst fram á aldrinum 4 til 10 ára, oftast nær tiltölulega væg í fyrstu en verði svo meiri þegar nær dregur unglingsaldri. Það er víst algengast hjá Tourette einstaklingum að einkenni minnki á ofanverðum unglingsaldri, undir tvítugt, og segja sumir sem svo að þá sé Tourette hætt hjá þeim einstaklingum, en það mun víst ekki vera svo, heldur ber bara mun minna á því.  Til eru tilfelli þar sem Tourette einkenni verða meiri með aldrinum, en sem betur fer er það í miklum minni hluta. 
 
Með kveðju,
Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Tourette samtakanna á Íslandi.
www.tourette.is