Komiði sæl!
Ég er staddur erlendis næstu vikurnar í vinnuferð. Hef verið aðeins verkjaður neðarlega í kviðarholi/fyrir neðan nafla. Fór bæði á eftirmiðdagsvaktina á Heilsugæslu Miðbæjar og hitti lækni hér úti.
Ég fékk amoxicilline 500/125 og er með mjög dökkan niðurgang. Á ég að taka þessar pillur áfram?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er erfitt að segja til um hvort niðurgangurinn stafar af lyfjunum eða þeim veikindum sem þeim er ætlað að meðhöndla. Sýklalyf geta valdið niðurgangi en þá er venjulega ráðlagt að halda áfram töku þeirra og bæta við magagerlum til að sporna við aukaverkununum.
Ég ráðlegg þér að setja þig aftur í samband við lækni og fá úr því skorið áður en þú hættir á lyfjunum, bæði til þess ða komast að því hvort það eru lyfin sem eru að valda þessu og eins hvort þau eru að ná árangri.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur