Mjög mikið garnagaul?

Spurning:
Halló! 
Mig langar að spyrja þig í sambandi við magann á mér. Ég er voðalega oft með garnagaul og mikið garnagaul. Það skiptir ekki máli þó að ég sé södd eða svöng og þetta er farið að verða mjög óþægilegt. Það eru smá verkir með þessu og þetta er búið að vera í marga mánuði.

Með fyrirfram þökk

Svar:
Einkennin sem þú lýsir eru þess eðlis að ekki er hægt að gefa ákveðið svar hvað varðar orsakir. Þau geta stafað frá maga og/eða smáþörmum og jafnvel ristli og eru ýmsar orsakir möulegar. Það þarf að skoða þig og fá betri sjúkrasögu. Mæli með að þú leitir til þíns heimilislæknis eða meltingarsérfræðings á stofu.

Kær kveðja,
Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum