Mjólkursýra

Góðan dag. Mig langar að forvitnast dálítið varðandi mjólkursýru. Ég er með astma og er að taka Symbicort Forte og Spiriva við því. Ég er dálítið of þungur en er að vinna í því og er búinn að losa mig við um 25 kg. En vandamálið er að um leið og eitthvað reynir á fæturnar á mér eins og þegar ég hjóla og það kemur smá vindur eða lítil brekka þá byrjar mig að svíða mjög mikið í lærin. Einnig kemur fyrir að ég þarf að stoppa við það eitt að labba upp stiga upp á aðra hæð í vinnunni minni. Lungun mín voru í um 63% virkni síðast þegar ég fór til lungnalæknis sem ég geri tvisvar á ári og því spyr ég getur verið að lungun mín séu að sjá vöðvunum fyrir svona svakalega litlu súrefni að það þurfa lítið sem ekkert til að mér fari að svíða.
Ég er búinn að fara til fjölda lækna út af þessu, láta mæla blóðflæði í fótum en einhvern veginn virðist ekkert finnast.
Með fyrirfarm þökk og kveðju

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það má vel vera að lungun þín nái ekki að veita orkufrekum vöðvum, sem fæturnir okkar eru, nægilegu magni súrefnis við þessar hreyfingar.

Þegar líkamlega áreynsla eykst þá eykst súrefnisþörf vöðvanna. Þegar lungun ein og sér ná ekki að sjá vöðvunum fyrir nógu miklu súrefni þá hefst ferli sem nefnist mjólkursýurhringurinn. Við það hækkar mjólkusýran í blóðinu (verkurinn kemur fram) og það ástand varir svo lengi sem vöðvana skortir súrefni.

Ég hvet þig eindregið til að halda áfram því sem þú ert að gera, því með aukinni hreyfingu eykst lungnastarfsemi þín, þolið batnar og verkurinn sem mjólkursýran veldur fer vonandi að minnka í framhaldinu.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.