Morgunógleði

Fyrirspurn:


Ég er komin 7 vikur á leið og mjög veik af morgunógleði allan sólahringinn, er í lagi að taka dramamín?

Aldur:
32

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Þekki ekki þetta lyf og myndi ráðleggja þér að hafa samband við lækni áður en þú tekur þetta lyf.  Þessar fyrstu vikur eru mjög mikilvægar þar sem þá er allt að myndast hjá fóstrinu og því vissara að fara mjög varlega í að taka lyf nema að vera búin að ráðfæra sig vel.

Gangi þér vel.

Kristín Svala Jónsdóttir,
Hjfr. og ljósmóðir