Er búin að vera með einhverskonar hálsbólgu að ég hélt í nokkra daga. Þetta lýsir sér samt ekki alveg eins og hálsbólga þar sem það er eins og þetta sé ofar en ekki í sjálfum hálsinum.
Var svo að skoða uppí mig í fyrradag og tók eftir að það var lítill rauður punktur mjög aftarlega uppí gómnum, kannski eins og mar?
Það er pínu óþægilegt að kyngja en samt meira tilfining eins og að það sé eitthvað þarna þó það sé ekki. Er mikið að fá kítl í hálsinn.
Svo í gær var ég komin með smá hita líka.
Áðan kíkti ég svo aftur uppí og eru komnir fleiri rauðir punktar og eins og rauð lína á tungunni líka..en líður ekkert verr og er ekki með hita lengur. Ætli þetta sé eitthvað sem ég þyrfti að láta kíkja á eða hvað? Erfitt að útskýra en vil síður fara í fýluferð fyrir alla á þessum tímum til læknis
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er ansi erfitt að segja til um hvað þetta gæti verið án þess að skoða þig. Það er margar ástæður sem gætu legið þarna að baki. Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband á þína heilsugæslustöð og fá lækni til þess að meta þig. Hringdu á þína heilsugæslustöð og fáðu leiðbeiningar um framhaldið.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur