Munurinn á Zoloft og Seroxat?

Spurning:

Hver er munurinn á Zoloft og Seroxat?

Svar:

Virka efnið í Zoloft heitir sertralín og virka efnið í Seroxat heitir paroxetín. Bæði þessi lyf eru úr flokki lyfja sem er kallaður sérhæfðir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI). Þau valda því að endurupptaka boðefnisins serótónín í taugum minnkar þannig að meira er því af því á taugamótum sem leiðir til meiri virkni serótóníns. Þau hafa aftur á móti lítil áhrif á önnur boðefni í taugum. Aukin virkni serótóníns dregur í mörgum tilfellum úr þunglyndi. Þessi lyf hafa því bæði svipaða verkun og aukaverkanir, en þetta er þó mjög einstaklingsbundið.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur