Er hægt að fá Mycostatin á lyfseðils?
Góðan dag,
Mycostatin hefur sveppahemjandi áhrif og er ætlað til notkunar við candidasveppum í munni og þörmum. Almennt eru sveppalyf ekki seld án lyfseðils hérlendis, hægt er þó að fá Pevaryl smyrsli án lyfseðils en það er ætlað til meðferðar á sveppasýkingu í húð.
Ég myndi ráðleggja þér að vera í samráði við lækni ef þú telur þig vera að fá sveppasýkingu upp á að fá viðeigandi meðferð út frá tegund sýkingarinnar.
Gangi þér vel,
Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.