Neysla eggja

Er talið óhollt að borða egg daglega?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Því var lengi vel haldið fram að þar sem eitt egg inniheldur að meðaltali í kringum 200 mg af kólesteróli (þá í eggjarauðunni) og dagleg neysla kólesteróls ætti ekki að fara yfir 200-300 mg þá ættu einstaklingar með hækkaða blóðfitu að forðast egg.  Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að kólesteról í fæðu hefur mun minni áhrif á blóðfitu en áður var talið. Að sama skapi eru egg mjög næringarrík og innihalda mikið af prótínum, hollum fitusýrum og vítamínum. Eitt egg á dag er því í góðu lagi.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur