Niður gangur

Er búin að vera með niður gang í 3 daga sama hvort ég hafi ekkert borðað 3dagin bara drukkið kók þá fá ég líka niður gang

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengt er að niðurgangur orsakist af veirum eða bakteríum og er í daglegu tali yfirleitt kallað magapest. Yfirleitt ganga þessar sýkingar yfir af sjálfu sér á nokkrum dögum og er mikilvægast að koma í veg fyrir ofþornun vegna taps á vökva og söltum með niðurganginum. Í flestum tilfellum er því talið best að leyfa líkamanum að losa sig við sýkinguna sjálfur, það er að bíða með notkun hægðastemmandi lyfja.

Mælt er með því að leita til læknis ef niðurgangur varir lengur en 7 daga, hiti fer yfir 38,5°C í meir en sólarhring, miklir kviðverkir fylgja niðurganginum,  viðkomandi hefur nýlega ferðast erlendis eða við mikinn slappleika/þreytu eða önnur merki um vökvaskort (dökkt/lítið þvag, munnþurrkur eða þorsti).

Hér er hægt að lesa allar helstu upplýsingar um niðurgang hjá fullorðnum https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/nidurgangur-hja-fullordnum/ og hér er hægt að nálgast upplýsingar um niðurgang hjá börnum. https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/nidurgangur-hja-bornum/

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur