Niðurgangur sem veldur sársauka

Spurning:

Komið þið sæl.

Ég er 29 ára fatlaður karlmaður. Mig langar að vita hvað er til ráða ef maður er með verki í maganum og alltaf með niðurgang. Hann er ekki venjulegur heldur er hann ljósgrænn að lit. Þetta er mjög sárt og ég græt af kvölum ég finn svo til.
Með von um svar.

Með kveðju.

Svar:

Sæll.

Greinilegt er að einkenni þín eru slæm og vanlíðan þín mikil. Ég tel skynsamlegast fyrir þig að leita til þíns læknis, ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Niðurgangur getur orsakast af margskonar vandamálum í meltingarvegi og erfitt að gefa fullkomið svar án frekari upplýsinga og rannsókna. Vandamálið getur verið vegna vefrænna kvilla (t.d. vegna sýkingar eða bólgu í þörmum) eða starfrænna kvilla (t.d hreyfitruflana ) í þörmum. Það skiptir meginmáli að hafa hugmynd um orsökina, áður en byrjað er að meðhöndla.

Leitaðu ráða hjá lækni þínum og vandamál þitt verður leyst.

Kveðja,
Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarfærum.