Níu vikur og látin á Flagyl?

Spurning:
Hæ, hæ. 
Ég er ólétt og er komin um 9 vikur á leið, ég fór og tók einhverskonar strokupróf og úr því kom ,,röskun á leggangaflóru“. Ég fékk lyf sem heitir Flagyl (stílar) en á leiðbeningum er sagt að það megi ekki nota það, sérstaklega ekki á fyrstu 3 mánuðum, hvað get ég gert?

Svar:
Hafi læknirinn þinn ávísað þessu lyfi, vitandi af þunguninni, hefur hann væntanlega metið það svo að uppræting sýkingarinnar vægi þyngra en möguleg áhrif lyfsins á fóstrið. Hafir þú áhyggjur skaltu ræða við lækninn þinn og fá nánari útskýringar hjá honum.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir