Góðan dag, ég var alltaf á pillunni í mörg ár en prufaði svo að hætta alveg og sjá hvort a húðin mín myndi lagast (acne), það hefur lítið breyst að vísu, en allavega. Ég var að spá því eg á til 1 spjald af Harmonet pillunni, og er akkúrat á leið í útileigu þegar ég á að vera á blæðingum samkvæmt mínum tíðahring, en ég get ekki hugsað mér að vera bara úti og get bara notað kamar til að skipta um og svona, svo ég vildi gjarnan getað frestað því bara um nokkra daga. Er í lagi að byrja að taka 1 spjald af pillunni og hætta svo aftur eftir það?
Sæl, og takk fyrir fyrirspurnina.
Já það ætti að vera í lagi, en þegar maður byrjar að taka pilluna verður maður að taka hana á 1. degi tíðahrings, s.s. fyrsta degi blæðinga – annars gæti hún ekki virkað eins og hún á að gera.
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.