Nudd á meðgöngu?

Spurning:
Er í lagi að fara í nudd á meðgöngunni?

Svar:
Sæl. Það er yfirleitt í lagi að fara í nudd á meðgöngu hjá viðurkenndum nuddara. Láttu bara vita af því að þú gangir með barn og eins ef einhver vandamál eru til staðar og þá gætir hann þess að nudda ekki örvunarpunkta legsins eða aðra þá staði sem ekki má nudda á meðgöngu.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir